Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Starfsfólk og notendur tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Litháen

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verkefni „Valdeflandi líf“.  Þriðji og síðasti hluti verkefnisins var í vor og átti sér stað í Litháen 27. – 31 maí. Í verkefninu kynntust þátttakendur félagsþjónustukerfi í Litháen og heimsóttu mismunandi stofnanir, þar kynntust við óhefðbundin tjáskipti sem eru notaðar fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Sérstök áhersla var lögð á að kafa dýpra í aðferðir hópvinnu, bæði í vinnu með einstaklinga með ýmis stuðningsþarfir og í teymisvinnu meðal sérfræðinga. Starfsfólk frá Jonava deildi áralangri reynslu sinni af því hvernig hópvinna getur hjálpað fólki ekki aðeins öðlast nýja hæfni, heldur einnig að upplifa félagslega þátttöku. Byrjað var á fræðilegri kynningu á hópavinnu og þar á eftir unnið ýmis hópavinnuverkefni, sem miðuðu að því að kynnast og styrkja tengsl milli þátttakenda í hópnum. Einnig voru kynnt dæmi um hópavinnu sem fer fram á stofnuninni t.d. framleiðslu á ýmsum vörum eða leikrænnar sýningar, þar sem þjónustunotendur sinna ákveðnum verkefnum. Þessi dæmi sýndu hvernig hópvinna getur verið aðlöguð að mismunandi aðstæðum og hvaða árangri er hægt að ná með því að vinna í teymi. 

Eftir Litháenferðina sneru þátttakendur aftur með fullt af nýjum hugmyndum og áhuga. Verkefni eins og „Valdeflandi líf“ stuðla að alþjóðlegu samstarfi og faglegum vexti, gefa tækifæri til að læra hvert af öðru og ná saman hærri markmiðum á sviði félagsþjónustu. 

Project number: 2022-1-LT01-KA210-ADU-000081649