Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Starfsfólk og notendur tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Belgíu

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verkefni sem ber yfirskriftina „Valdeflandi líf“. Annar hluti verkefnisins var í vor og átti sér stað í Belgíu 26. febrúar.– 3. mars 2024.  

Fundurinn hófst með því að hver þátttakandi kynnti sig með ýmis myndum sem voru sérstaklega gerð fyrir fyrstu kynningu, hver og einn valdi sér eina eða fleiri myndir sem lýsir þeim sem best. Þessi aðferð gerði þeim kleift að kynna sig sjálfir, þrátt fyrir ýmsar tungumálahindranir og var einnig inngangur að óhefðbundnum tjáskiptum. 

Á meðan verkefninu í Belgíu stóð fengu þátttakendur kynningu að Bliss tungumálinu. Bliss er eitt af mörgum óhefðbundnum tjáskiptaleiðum sem er góð leið fyrir fólk með ýmis stuðningsþarfir til tjáningar. Þátttakendur fengu kynningu frá tölvufyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir fólk sem notar óhefðbundin tjáskipti og fengum fræðslu um notkunarleiðir fyrir þennan fjölbreytta hóp. 

 

Einnig fékk hópurinn innsýn í hvernig fjármögnun þjónustunnar væri háttað og upplýsingar um atvinnumál þjónustunotenda, þátttöku og beina upplifun notenda af þeim málum. 

Þátttakendur fengu tækifæri að kynnast öðrum þjónustunotendum á árlegum Bliss fundi þar sem við tókum þátt í ýmis verkefnum og hópavinnu. Einnig heimsóttu þátttakendur mismunandi stofnanir fyrir fólki með langvarandi stuðningsþarfir.  

Bæði starfsfólk og þjónustunotendur sem tóku þátt hlutu ómetanlega reynslu og ógleymanlega upplifun í gegnum Erasmus+ verkefnið í Belgíu. Einnig fékk starfsfólk og þjónustunotendur tækifæri að dýpka þekkingu sína á  óhefðbundin tjáskipti.  

Síðasti hluti samstarfsverkefnisins verður haldinn í Litáen 27.–31. maí 2024.