Uppsetning og endurmat starfsáætlunar

Á starfsmannafundi í upphafi hvers árs er farið er yfir hvað er í vændum á árinu, hvað þarf að gera eða hverju þarf að sinna á árinu og metið hvernig verkefni síðasta árs gengu. Allir starfsmenn taka virkan þátt í þessari umræðu. Út frá því er unnin sameiginleg áætlun þar sem ábyrgð verkefna er dreift á alla starfsmenn.

Í Starfsáætluninni eru tekin fyrir öll þau verkefni sem varða:

Faglegt starf á staðnum.
Undir faglegu starfi falla meðal annars verkefni tengd heildaráætlun, þjálfunaráætlunum, nýsköpun og þróun, hefðum og venjum, samráði, skráningum og umbótaverkefnum.

Rekstur, viðhald, öryggis- og umhverfismál
Þar undir tilheyrir allt sem varðar fjárhagsleg verkefni, rekstur, viðhald húsnæðis og þjálfunargagna, öryggismál og umbótaverkefni varðandi þessa þætti.

Stjórnun og starfsmannamál
Verkefnin sem falla hér undir tengjast launavinnslu, námskeiðum og fræðslu, starfsmannaviðtölum, starfsmannafundum, orlofi, starfsdögum, leiðsögn til starfsfólks, starfsáætlun og ýmis umbótaverkefni sem tengjast stjórnun og starfsmannamálum.

Samstarf og samskipti
Hér undir er til dæmis tilgreint við hverja þarf að hafa samráð innan Hafnarfjarðar annars vegar og untan Hafnarfjarðar hins vegar og umbótaverkefni sem tengjast samstarfi og samskiptum. Innan bæjarfélagsins eru það heimili þjónustunotenda, aðrir staðir sem þjónustunotendur sækja og fagfólk. Utan bæjarfélagsins eru það til dæmis aðstandendur, sjúkraþjálfarar, íþróttafélög, Fjölmennt, háskólar og erlendir samstarfsaðilar.

Þegar starfsáætlun er tilbúin er hún kynnt ………?

Á starfsmannafundum, sem eru reglulega yfir árið, er farið yfir stöðuna á starfsáætluninni. Allir liðir áætlunarinnar eru með tímatakmörk og því auðvelt að sjá hvaða verkum á að vera lokið og hvaða verk á eftir að vinna. Verði breyting á starfsmannahópnum t.d. ef starfsmaður hættir eða er frá vinnu til lengri tíma, er nýjum starfsmanni fengin verkefnin þannig að þau dagi ekki uppi.

Í lok árs er gert mat á hvernig til tóks með alla þá liði sem vinna átti yfir árið. Starfsfólk Hæfingarstöðvarinnar metur hvert fyrir sig sameiginleg verkefni starfsfólksins og þau sérverkefni sem tilheyrði þeim. Metið er hve mikið af verkefninu er lokið og af hve mikilum gæðum verkefnin voru unnin. Þannig gæti starfsmaður metið að hann hefði lokið 75% af því að útbúa 10 ný verkefni en gefið sér 10 í einkunn fyri þau verkefni sem lokið var því gæðin séu eins og best er á kosið.

Farið er yfir samantekt á niðurstöðum á starfsmannafundi þegar allir hafa farið yfir starfsáætlunina og metið hana. Ákveðið er hvaða verkefnum er lokið, hvaða verkefni halda áfram og hvaða verkefnum ætti að bæta við næstu starfsáætlun.