Hagnýtt gildi starfsáætlunar

Starfsáætlun er mikilvægur rammi fyrir starfið og er hluti af gæðastjórnun . Starfsáætlun skiptist í 4 hluta, faglegt starf, rekstur, starfsmannahald og samskipti.

Tilgangurinn er að ná sem bestri þjónustu fyrir þjónustunotendur. Starfið er sýnilegt í gegnum starfsáætlun því öll verkefni sem vinna þarf á árinu liggja fyrir þar sem upphaf og lok hvers verkefnis ársins er skráð. Starfsfólkið sér skýrt hvaða sameiginlegu verkefnum þarf að vinna að ásamt þeim sérverkefnum sem hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á. Samvinna starfsfólks eykst og ábyrgðakennd þeirra eflist sem bæði kveikir metnað og eykur öryggi í starfi.

Í gegnum hana er mögulegt að mæla starfið og öll rýni á starfið verður auðveldari og um leið árangurshvetjandi. Hún heldur við áreiðanleika og býður upp á stöðugar umbætur. Hún hefur jafnfram heimildarlegt/upplýsingarlegt gildi.

Starfsáætlun er verkfæri sem notað er til að ná árangri með skipulagi og samvinnu.