Verkþættir

Í heildaráætlun er áherslum starfsins skipt niður í kjarna. Hver kjarni er skilgreindur, en segja má að hver kjarni séu yfirhugtak þjálfunaratriða. Hver kjarni fyrir sig er brotinn niður í áherslur eða markmið og kallast það þættir. Margir þættir geta verið undir hverjum kjarna. Hver þáttur er brotinn niður í nokkur verksvið, sem segja til um hvaða felst í þættinum. Verksviðin eru sem sagt smærri markmið eða áherslur sem falla undir hvern þátt fyrir sig. Verksviðinu er skipt niður í smæstu einingar sem kallast verkþættir. Það fer eftir hverjum og einum þjónustunotanda hvernig unnið er með hvern verkþátt en slíkt er skilgreint í einstaklingsáætlun hans.

Til útskýringar má sjá hér fyrir neðan hvernig kjarninn „Tjáskipti“ úr Tjáskiptaþjálfun í Hæfingarstöðinni Bæjarhrauni greinist niður í verkþáttinn „Hefur frumkvæði til tjáskipta í litlum hóp (3-6). Það sem er feitletrað er það sem var valið undir hverjum lið.

Kjarni

  • Tjáskipti**

Þættir

  • Bliss**
  • Talmál
  • Tákn með tali
  • Hjálparmyndir

Verksvið

  • Frumkvæði til tjáskipta**
  • Þekking á táknum
  • Þekking á möguleikum Blissins
  • Bendifærni
  • Töflunotkun
  • Forritanotkun

Verkþáttur

  • Hefur skilning á möguleikum Blissins m.t.t. frumkvæðis
  • Hefur frumkvæði til tjáskipta við ákv. persónu
  • Hefur frumkvæði til tjáskipta í litlum hóp (3-6)**
  • Hefur frumkvæði til tjáskipta í stórum hóp (7+)
  • Hefur frumkvæði til tjáskipta við allar aðstæður.

Þjónustunotandi sem ætlar að auka færni sína í að eiga frumkvæði til tjáskipta í litlum hóp (sem er undir Bliss í Tjáskiptakjarna) hefur skilning á möguleikum Blissins með tilliti til frumkvæðis og hann hefur frumkvæði til tjáskipta við ákveðna persónu. Í einstaklingsáætlun viðkomandi þjónustunotanda eru m.a. settar fram leiðir sem hægt er að fara til að hann nái því markmiði að eiga í tjáskiptum í litlum hóp. Leiðirnar að hverjum verkþætti geta verið misjafnar eftir hverjum og einum þjónustunotanda.