Hagnýtt gildi heildaráætlunar

Heildaráætlun er sett fram svo mögulegt sé að standa undir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem starfseminni er falin lögum samkvæmt. Heildaráætlun gerir starfsfólki kleift að vinna skipulega og markvisst að aukinni hæfni þjónustunotenda sem leiðir til þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra. Í heildaráætlun kemur skýrt fram hverjar áherslur starfseminnar eru og með hvaða hætti unnið er að því að efla eða viðhalda færni einstaklingsins. Hún er rammi fyrir starfið

Í heildaráætluninni koma fram þeir áhersluþættir, kjarnar, sem unnið er með á staðnum. Hver kjarni fyrir sig er greindur niður í þjálfunaráherslur eða markmið og tilgreint er hvaða leiðir hægt er að fara til að ná áherslunum eða markmiðunum.

Það má segja að heildaráætlun sé verkfæri eða leiðbeiningar fyrir starfsfólk. Í heildaráætlun er skýrt út frá hverju er unnið og þarfagreining fyrir einstaklingsáætlun verður auðveldari. Þegar lesið er yfir heildaráætlunina getur þjónutunotandi og starfsfólk á auðveldan hátt áttað sig á hvar hann er staddur og hvað kemur næst í ferlinu. Hún auðveldar starfsfólki og þjónustunotendum að setja markmið eða þjálfunaráherslur í einstaklingsáætlun.

Heildaráætlun gerir nýju starfsfólki auðveldar fyrir að komast inn í starfið og átta sig á sínu hlutverki. Starfsmaðurinn sér á einfaldan hátt hvaða áherslur eru fyrir hvern og einn kjarna og hvaða leiðir eru mögulegar til að settu marki.

Fyrir þjónustunotendur er mikilvægt að heildaráætlun sé sýnileg því þannig geta þeir áttað sig á hvað felst í hverjum og einum kjarna og hvaða leiðir hægt er að fara til að ná settu marki/áherslu. Jafnframt auðveldar heildaráætlun þjónustunotandanum að segja út frá hvaða kjarna eða kjörnum hann vill að megin áherslan sé í hans þjálfun.