Starfshættir
Hæfingastöðvar landsins framfylgja því sem kemur fram í 24. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Í lögunum segir:
„Fatlað fólk skal eiga kost á atvinnu- og hæfingartengdri þjónustu sem stuðlar að aukinni hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi til jafns við aðra.“
Til að geta unnið markviss að því að auka möguleika þjónustunotenda á að styrki færni sína og getu þannig að sjálfstæði þeirra, eigin virkni og þátttaka í daglegu lífi verði til jafns við aðra er gerð heildaráælun fyrir staðinn og einnig starfsáætlun. Í starfsáætlun eru tilgreind öll þau verkefni sem starfsfólk þarf að sinna til að unnt sé að skila gæða þjónustu. Í heildaráætluninni grundvallast kjarni starfseminnar þar sem sérstaða þjónustunnar kemur fram og einnig hvernig komið er til móts við þarfir þjónustunotenda. Út frá heildaráætlun er unnið á markvissan hátt að þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem starfseminni er falin.
Tvær þjónustueiningar
Þjónustunni er skipt í Skynjun og virkni annars vegar og Tjáskiptaþjálfun hins vegar. Áherslum innan hvorrar þjónustueiningar er skipt í kjarna. Innan hvers kjarna eru svo áherslur eða markmið sem eru greind niður í smæstu einingar.
Í Skynjun og virkni eru 4 kjarnar; Boðskiptakjarni, Skynjunarkjarni, Hugsanakjarni og Hreyfikjarni. Tjáskiptaþjálfun hefur 3 kjarna; Tjáskipti, Félagsfærni og Vinnufærni. Megin áhersla síðustu ár innan Tjáskiptaþjálfunar hefur verði á tjáskiptakjarna .
Hver þjónustunotandi hefur einstaklingsáætlun þar sem tilgreint er hvaða kjarna er unnið með og á hvaða hátt. Öll þjálfun er sett upp út frá þörfum, óskum og áhuga þjónustunotandans.
Stefna og gildi
Meginstefnan er að auka möguleika þjónustunotenda á að þróa styrkleika sína sem leiða til frekari þátttöku í eigin lífi og þar með samfélaginu.
Meginstefnuninni er framfylgt með yfirmarkmiðum beggja þjónustueininga Hæfingarstöðvarinnar það er Skynjunar og virkni annars vegar og Tjáskiptaþjálfunar hins vegar.
Yfirmarkmið Skynjunar og virkni er að auka möguleika þjónustunotenda til að efla grunnboðskipti sín, skynjun og hreyfingu með skipulögðu og viðurkenndu þjálfunarumhverfi og nálgunarleiðum.
Yfirmarkmið Tjáskiptaþjálfunar er að þjónustunotendur efli notkun sína í óhefðbundnum tjáskiptum með viðeigandi forritum, hátæknibúnaði og nýjustu tjáskiptatölvum hverju sinni.
Rauði þráðurinn
Ávallt er höfð í hávegum virðing fyrir einstaklingnum. Starfsfólk staðarins kemur til móts við þjónustunotendur af vinsemd, nærgætni og virðingu. Unnið er út frá þörfum hvers og eins þjónustunotand þar sem horft er í allir geti aukið færni sína því maðurinn lærir svo lengi sem hann lifir.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn og gildi byggir á yfirmarkmiðum þjónustutilboðanna og um leið að vera til fyrirmyndar á landsvísu í þjónustu við einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir með það leiðarljós í huga að;
TJÁNING ER GRUNDVALLARMANNRÉTTINDI – FYRIR ALLA
og þau gildi að;
VIRÐING OG SAMVINNA LEIÐIR TIL ÁRANGURS