Umsókn um þjónustu
Vinnumálastofnun tekur á móti öllum umsóknum um verndaða vinnu, hæfingu og dagþjónustu á öllu landinu. Á vef vinnumálastofnunar má finna allar upplýsingar og umsóknareyðublöð. Þar er myndband um hvernig sótt er um. Jafnframt eru þar upplýsingar um hvernig sótt er um í umboði annars einstaklings.
Vanti þig ráðgjöf vegna skertrar starfsgetu veitir Vinnumálastofnun einnig slíka ráðgjöf, hvort sem um er að ræða sérhæfða ráðgjöf og stuðning vegna atvinnuleitar eða vegna þjónustu „Atvinnu með stuðningi“ AMS.