Sækja um starf

Hæfingarstöðin Bæjarhrauni leitast við að hafa gott starfsumhverfi þar sem þekking og reynsla hvers og eins starfsmanns fær að njóta sín.

Á Hæfingarstöðinni fer fram þjónusta við fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Meginstefnan er að auka möguleika þjónustunotenda til að þróa styrkleika sína sem leiðir til frekari þátttöku í eigin lífi og þar með samfélaginu.

Lögð er áhersla á skipulagða vinnu í grunn- og skynörvun annarsvegar og hinsvegar þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta, ávallt með áherslu á notkun nýjustu tölvutækni.

Eðli starfsins vegna fær nýr starfsmaður góðan aðlögunartíma til að komast inn í starfið. Í starfinu er unnið með þau gildi að virðing og samvinna leiðir til árangurs og haft er að leiðarljósi að tjáning er grundvallarmannréttindi.

Hafir þú áhuga á að starfa á Hæfingarstöðinni Bæjarhrauni hvetjum við þig til að fara inn á ráðningarvef Hafnarfjarðar og leggja inn umsókn þar.