Gagnlegir tenglar

Hér fyrir neðan er safn tengla sem hafa nýst þjónustunotendum og starfsfólki Hæfingarstövarinnar vel.

Blissymbolics Communication International eru alþjóðleg samtök sem hafa rétt á útgáfu Blisstákna. Þau eru einnig í forystu um þróun Bliss tungumálsins.

Á vefsíðunni Blissonline er hægt að finna í Blisstákn. Textinn sem er við hvert tákn er hægt að hafa á nokkrum tungumálum.

LilliWorks er vefsíða þar sem fjallað er um Lilli Nielsen, hugmyndir hennar og þau tól og tæki sem hún gerði til að örva skynjun fatlaðra einstaklinga.

Á vefsíðu Scottis Sensory Center (SSC) má finna upplýsingar um Lilli Nielsen og einnig PDF útgáfu af hugmyndabanka hennar. Í hugmyndabankanum eru myndir og útskýringar á þeim verkefnum eða þeim efnivið sem Lilli Nielsen skapaði og vann með.

Vefsíðan Active Learning Space er hægt að finna ýmsan fróðleik um útfærslur á kennsluaðferðum og nálgunarleiðum Dr. Lilli Nielsen.

Intensive Interaction er nálgunarleið sem hefur gefið góða raun í boðskiptum við fólk sem hefur skerta boðskiptafærni.

ISAAC eru alþjóðleg samtök sem vilja auka þekkingu fólks á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum.

Alþjóðlega vefsíða Snoezelen hefur að geyma ýmsar upplýsingar um skynörvunarherbergi.

Hægt er að fá upplýsingar og hugmyndir af Snoezelen á vefsíðunni Sonezelen Multi-Sensory Environments.

TEACCH var þróað við háskólann í Norður Karólínu í Bandaríkunum. Á vefsíðu þeirra má finna ýmsar upplýsingar um TEACCH.

The Waldon Association eru með upplýsingar um Waldon nálgunarleiðina bæði í PDF skjölum en einnig er hægt að horfa á myndbönd.

Wolf Wolfensberger var sálfræðingur sem hafði mikil áhrif á að viðhorf almennings til fatlaðs fólks yrðu jákvæð. Á vefsíðunni má finna nánari upplýsingar um Wolfensberger og hugmyndir hans.

Þjónandi leiðsögn eða Gentle Teaching er nálgunarleið sem unnið er eftir í ýmsum sveitarfélögum. Alþjóðlega vefsíðan veitir ýmsar upplýsingar um Þjónandi leiðsögn

Á vef Akureyrarbæjar má finna bækling á íslensku um Þjónandi leiðsögn.

 

Búnaður

ABC skólavörur selur ýmislegt sem getur nýst í skynörvun m.a. Fidget vörur, ýmsar gerðir bolta, ljósasúlur, ljósborð og spegla, ýmislegt til að efla jafnvægi og hreyfingu.

Abilia selur ýmsar gerðir af búnaði sem getur nýst fötluðu fólki vel. Má þar nefna rofar, stjórntæki fyrir umhverfið og tímavaka.

AbleNet hefur til sölu ýmsan búnað sem getur nýst vel fötluðu fólki. Má þar nefna rofa, taltæki, rofabox, forrit og arma.

ADHD samtökin hafa fræðslu um ADHD og selja ýmsar vörur sem geta hjálpað fólki við að slaka á eða fá útrás fyrir hreyfiþörf þegar það þarf að vera kyrrt.

Vefsíðan Enabling devices selur ýmsan búnað sem getur nýst fötluðu fólki vel. Má þar nefna, búnað fyrir skynörvun, rofa, leikföng, samskipta töflur og tölvubúnað.

Hægt er að finna ýmsan tæknibúnað sem nýtist vel fötluðu fólki á vefsíðunni Inclusive Technology. Þar er meðal annars seld sýndarveruleika gleraugu, rofar, snertiskjáir, ýmis tölvubúnaður, ýmislegt fyrir skynörvun, forrit, armar og ýmsir aukahlutir fyrir tölvur, iPada, skjái.

Á síðu Rompa má finna margvíslegan búnað, tæki, leikföng og jafnvel húsgögn sem hægt er að nota í skynörvun.

Vefsíðan skynorvun.is er með ýmsar vörur sem geta nýst fötluðu fólki vel. Má þar nefna höggheld iPad hulstur, ýmsar vörur fyrir skynörvun, flækjur og nagvörur.

Stoð selur ýmis hjálpartæki fyrir fatlað fólk og má þar nefna, hjólastóla, smáhjálpartæki, flutningshjálpartæki og stuðningspúða.

Stuðlaberg selur meðal annars þyngingarábreiður, skynörvunardýnu, flutningshjálpartæki og smáhjálpartæki.

Tobii er fyrirtæki sem vinnur sérstaklega að þróun augnstýribúnaðar. Tobii framleiðir augnstýribúnað en einnig aukahluti sem passa vel með búnaði þeirra.

TMF tölvumiðstöð býður upp á námskeið og ráðgjöf varðandi tölvur, tölvubúnað og snjalltæki.

Örtækni er með til sölu ýmsan búnað sem hentar fötluðu fólki. Hægt er að kaupa hugbúnað sem hentar blindum og sjónskertum, punktaleturs prentara og skjái, hljóðbókaspilara, óhefðbundnar tölvumýs, forrit og fleira.

Öryggismiðstöðin hefur hjálpartækjaverkstæði og selur meðal annars hjólastóla, stuðningsbúnað og tjáskiptalausnir.