Boðskipti

Boðskipti er flutningur á boðum frá einum einstaklingi til annars – allt sem einstaklingur aðhefst, viljandi eða óviljandi, ber einhver boð að því tilskildu að mótttakandi sé nærstaddur, sem viljandi eða óviljandi skynjar boðin og túlkar þau.“ – (M. Granlund, C. Olsson: Aukið boðskiptin. Þórsútgáfan, Reykjavík, 1992)

BOÐSKIPTI eru flutningur á óskipulögðum eða skipulögðum boðum. Flutningurinn getur verið á óviljandi eða viljandi boðum. Þetta er ómarkvisst atferli sem er oft huglægt fyrir móttakandann og eru frekar notuð af einstaklingum með „miklar” hamlanir/fatlanir.

TJÁSKIPTI eru flutningur á skipulögðum boðum og er gerður viljandi, sem sagt markvisst atferli með ákveðnum skipulögðum merkjum/táknum sem eru frekar notuð af einstaklinum með „minni” hamlanir/fatlanir.

Einstaklingar sem hafa miklar stuðningsþarfir sýna oft svo veik merki um boðskipti að móttakandinn kemur ekki auga á þau, skilur þau ekki og túlka þau ekki. Með þekkingu á mögulegum viðbrögðum fólks með langvarandi stuðningsþarfir og meðvitund um mikilvægi þess að svara þeim boðum er möguleiki á að gera ómarkviss boðskipti að markvissum. Mikilvægt er að starfsmaðurinn hafi næmni fyrir einstaklingnum og bregðist við tilfinningum, áhuga og virkni einstaklingsins því það ýtir undir markviss boðskipti.

Hvað er hægt að gera?

Með skýrri umgjörð þar sem unnið er sérstaklega með boðskipti í daglegri rútínu þ.e. á sama tíma og sama stað með afmarkandi upphafi og endi, verður einstaklingurinn færari að eiga í boðskiptum. Starfsmaðurinn svara með eftirhermu þ.e. að bregst samstundis við þeim boðum sem koma frá einstaklingnum.

Þetta krefst þess að það séu ekki of margt starfsfólk að vinna með einstaklingnum í þessu því nauðsynlegt er að koma á góðum tengsl milli starfsmannsins og einstaklingsins þannig að einstaklingurinn upplifi sig öruggan. Starfsmaðurinn þarf að vera næmur og vel móttækilegur fyrir boðskiptum einstaklingsins og tjáningargetu hans. Rödd, andlit og líkami gegna jafn veigamiklu hlutverki og orð. Hlutverk starfsmannsins er að finna út hvaða boðskiptamerki einstaklingurinn sýnir og finna út hvernig honum er svarað.

Hvað þarf til – til að ná árangri í kerfisbundnum boðskiptum?

Þjónustunotandinn þarf að:

  • hlusta og halda athygli
  • tengjast öðru fólki
  • skilja það sem sagt er
  • læra og nota ný orð/tákn
  • tengja tvö orð eða fleiri saman í setningar
  • taka þátt í rökræðum

Starfsmaðurinn þarf að:

  • Hafa V I L J A & V I R Ð I N G U
  • að vera til staðar í TÍMA & RÚMI

TJÁSKIPTI er grunnur allra þroskasviða

Mál og tal er ekki það sama. Einstaklingur getur verið með mál (innra mál eða málskilning) án þess að geta talað (notað talmál ) t.d. einstaklingar með CP. Mál og tal er flóknastu aðgerðir heilastarfseminnar og skilur okkur mest frá öðrum dýrategundum. Tungumálið er verkfæri sem m.a. er hægt að nota til að tjá þarfir og óskir.

Málþroski og geta til tjáskipta (hefðbundin eða ekki) þróast á löngum tíma.

Fyrirmyndir eru alstaðar ef um talmál er að ræða en ef um aðrar tjáskiptaleiðir er að ræða eru fyrirmyndirnar fáar og því áríðandi að þeir sem umgangast einstaklinginn séu meðvitaðir um hlutverk sitt.

Óhefðbundin tjáskipti er hægt að nota til að koma í veg fyrir einangrun en einangrun hindrar allan annan þroska á öllum sviðum.

Hvers vegna að tala og/eða eiga tjáskipti (Hefðbundin eða ekki)?

  • Til að kalla á athygli og finna um leið til öryggis.
  • Til að tjá frumþarfir sínar, þörf fyrir mat, drykk, fatnað, svefn ofl.
  • Til að sinna athöfnum daglegs lífs – ADL þörfum, t.d. klæðast, þrífa, kaupa inn ofl.
  • Til að taka þátt í félagslegum samskiptum.
  • Til að taka þátt í kennslu og starfi/hæfingu: Fyrir börn tekur það til leikskóla og grunnskóla, fyrir unglinga tekur það til kennslu og starfsþjálfunar, fyrir fullorðna er það þátttaka í atvinnulífinu/hæfingu.

Umfang

Ef samband mannsins við umheiminn rofnar um skeið er það mikið áfall fyrir hann. Hann getur tæpast hugsað skýrt og rökrétt, því hann þarf svar frá öðrum, hrós og gagnrýni. Ef maðurinn fjarlægist meðbræður sína, fjarlægist hann sjálfan sig. Því aðeins lifir maðurinn, að hann hafi samskipti við aðra„. – ( ÚR bækling um BLISS táknkefið frá Sveaband AB, Linköping)