Um er að ræða samstarfsverkefni milli þriggja þjóða, þ.e.a.s. Íslands, Litháen og Ungverjalands. Samstarfið hefur í grunninn snúið að því að deila reynslu og þekkingu um nýja tækni og möguleika og þannig hafa m.a. verið kynntar ýmsar áhugaverðar þjónustuleiðir við fatlað fólk.
Seinna ári verkefnis átti að ljúka með heimsókn til Ungverjalands 2020 en heimsfaraldur hamlaði för. Verkefninu lauk þess í stað ári seinna en fyrirhugað var, með rafrænni fundaviku landanna þriggja, þar sem hvert og eitt land fundaði frá sínum heimabæ. Erindi Íslands í rafrænni fundaviku fjallaði m.a. um Blisstungumálið og nýjustu tækni en nokkrir starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar eru virkir þátttakendur í þróun tungumálsins á alþjóðavísu.
Sjá nánar
https://hfj.is/Q1IfMF

