Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Ráðstefna í Litháen

Vytautas Magnus university Department of social work óskuðu eftir að við tækjum þátt í ráðstefnunni ,,Importance of cooperation and networking changing the attitude towards disability“. Þar héldum við tveggja tíma fyrirlestra annarsvegar sem frummælendur og hinsvegar á málstofum. Við fórum yfir þá hugmyndarfræði og nálgunarleiðir sem við störfum eftir hér í Hæfingarstöðinni s.s. í óhefðbundnum tjáskiptum, skynörvun og fl. Mestur tíminn fór þó í hugmyndafræðina GENTLE TEACHING sem Hafnarfjarðarbær er að innleiða. Það var mikil umræða og áhugi. Í lokin var verkefna vinna sem gekk vel þar sem virknin og þátttakan var mjög góð. Ráðstefnugestir sýndu mikinn vilja til að tileinka sér GENTLE TEACHING hugmyndafræðina.