Faglegt starf

Á Hæfingarstöðinni er þjónustu-notandinn að efla styrkleika sína. Þannig verður hann virkur í eigin líf. Þjónustu-notandinn hefur áhrif á hvað er unnið með í þjálfuninni.

Innihaldsríkt líf

Hæfingarstöðin hefur eitt lykilatriði í öllu starfinu. Það er að styðja þjónustu-notendur svo þeir geti átt innihaldsríkt líf.

Að taka fullan þátt í samfélaginu veitir jákvæða tilfinningu. Flest fólk vill hafa hlutverk í lífinu sem er vel metið í samfélaginu. Það sinnir til dæmis starfi eða námi.

Þjálfunin á Hæfingarstöðinni er eins og vinna eða nám. Aukin færni eykur möguleika á fullri þátttöku í samfélaginu. Árangurinn er valdeflandi fyrir einstaklinginn.

Nálgunar-leiðir

Mismunandi aðferðir eru notaðar til að efla færni þjónustu-notenda. Þessar aðferðir köllum við nálgunar-leiðir. Nálgunar-leiðirnar hafa skilað góðum árangri á Hæfingarstöðinni.

Fröhlich og Haupt

Andreas Fröhlich og Ursula Haupt voru rannsakendur. Þau athuguðu hvort fólk með fjölþættar fatlanir gætu lært. Fyrir 1974 héldu margir að fólk með fjölþættar fatlanir gætu ekki lært.

Fröhlich og Haupt sönnuðu að allir geta lært. Það þarf bara að finna réttu leiðina. Þau fundu út að örva þarf líkamann í gegnum skynfæri. Umhverfið þarf að vera notalegt og öruggt.

  • Örva þarf í gegnum snertingu
  • Örva þarf í gegnum jafnvægi
  • Örva þarf í gegnum sjón
  • Örva þarf í gegnum heyrn.

Starfsfólk þarf að fylgjast með hvernig einstaklingurinn bregst við. Þannig læra einstaklingurinn og starfsmaðurinn að skilja hvorn annan. Þetta getur tekið tíma en það skilar árangri.

Þjónandi leiðsögn

Þjónandi leiðsögn er leið sem starfsfólk vinnur eftir. Þjónustu-notandi finnur að starfsfólkið ber umhyggju fyrir honum. Starfsfólkið á að vera kærleiksríkt. Það á að koma vel fram.

  • Starfsfólk sýnir jákvætt viðhorf.
  • Starfsfólk notar hlýleg orð.
  • Starfsfólk gefur blíðlegt augnaráð.
  • Starfsfólk er með vinalega snertingu.
  • Starfsfólk er kærleiksríkt.

Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir

Flestir tjá sig með talmáli. Sumir tala ekki og nota Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Nokkrar óhefðbundnar leiðir er hægt að nota til að tjá sig.

  • Hægt er að nota tákn.
  • Hægt er að nota hreyfingar handa.
  • Hægt er að nota bendingar.
  • Hægt er að nota myndir.

Á Hæfingarstöðinni nota margir Bliss tákn eða myndir til að tjá sig.

ISAAC eru alþjóðleg samtök. Þessi samtök vilja auka þekkingu fólks á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Samtökin styðja einnig rannsóknir tengdar óhefðbundnum tjáskiptaleiðum.