Automatic translation by Google Translate. We can not guarantee that it is accurate.

Erasmus+ samstarfsverkefni

Nú var að ljúka Erasmus+ samstarfsverkefni sem hefur verið í gangi frá árinu 2018. Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni var þátttakandi í verkefninu „Communication is the path to intergration“ eða „Samskipti/Tjáskipti eru leið til sameiningar“. Verkefnið varðar hugmyndafræði og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk.

Þrjár þjóðir tóku þátt í þessu verkefni, Ísland, Litháen og Ungverjaland. Samstarfið snéri í grunninn að því að deila reynslu og þekkingu á nýrri tækni og möguleikum í nálgun og þjónustu við fatlað fólk.

Í maí 2019 hittust fulltrúar frá hverju landi fyrir sig í Litháen. Fjórir fulltrúar voru frá Hæfingarstöðinni Bæjarhrauni, þrír fulltrúar frá Litháen og aðrir þrír frá Ungverjalandi. Fékk hópurinn m.a. kynningu á hugmyndafræði og nálgunarleiðum sem notaðar eru í þjónustu við fatlað fólk í Litháen.
Í lok september 2019 komu fulltrúar frá Litháen og Ungverjalandi til Íslands. Fékk hópurinn kynningu á þjónustu Hafnarfjarðar við fatlað fólk og starfseminni í Hæfingarstöðinni og þá sérstaklega hvað varðar tjáskiptaþjálfun, Bliss tungumálið, Snoezelen hugmyndafræðinni, Intensive Interaction (áköf samskipti) og Þjónandi leiðsögn (Gentel teaching).

Fyrirhugað var að fara til Ungverjalands árið 2020 en sökum heimsfaraldursins féll sú ferð niður. Í staðin hittust allir þáttakendur þjóðanna á vefnum í gegnum Zoom og fengu kynningar á Ungverjalandi og þjónustu og nálgunarleiðum við fatlað fólk.

Komin er góð tenging milli þátttakenda í samstarfsverkefninu sem verður viðhaldið. Eflaust verða fleiri samstarfsverkefni milli þjóðanna þriggja á komandi árum.