Það voru tímamót núna í mars að bók var gefin út af einstakling sem tjáir sig með Bliss tungumálinu. Höfundur bókarinnar Haraldur Brynjar Sigurðsson hefur verið þjónustunotandi Hæfingarstöðvarinnar í nokkur ár. Hann hafði þann hátt á við gerð bókarinnar að hann skrifaði á Bliss, sem eru táknmyndir og sendi í tölvupósti til starfsmanns Hæfingarstöðvarinnar. Starfsmaðurinn fékk tölvupóstinn sem hefðbundinn texta. Í sameiningu settu þeir bókina upp í texta og gáfu út á Amazone.com. Bókin ber titilinn „Kristjánsskóli og Kjörufjörður“.