Um Hæfingarstöðina

Hæfingar-stöðin býður fötluðu fólki sem er eldra en 18 ára einstaklings-miðaða þjónustu.

Áhersla er mest í þjálfun á 3 sviðum:

  • Áhersla er lögð á skynörvun
  • Áhersla er lögð á boðskipti
  • Áhersla er lögð á Bliss tungumálið

Hæfingar-stöðin hefur leiðarljósið Tjáning er grundvallar mannréttindi.

  • Tjáning leiðir af sér meiri virkni í samfélaginu
  • Aukin tjáning eykur lífsgæði
  • Hæfing er ígildi – vinnu og / eða náms

Á Hæfingarstöðinni Bæjarhrauni eru engin verkefni tengd vinnu. Það er engin tengin við vinnumarkaðinn. Það er engin tenging við skólakerfið.

Meginstefna

Meginstefnan er að þjónustunotendur geti þróað styrkleika sína.

  • Auknir styrkleikar leiða til frekari þátttöku í eigin lífi.
  • Aukin þátttaka í eigin lífi eykur þátttöku í samfélaginu.

Tveir þjónustuhlutar

Staðnum er skipt í 2 þjónustuhluta:

  • Annar þjónustuhlutinn er kallaður Skynjun og virkni.
  • Hinn þjónustuhlutinn er kallaður Tjáskiptaþjálfun.

Yfirmarkmið

Yfirmarkmið eru sett til að ákveða út frá hverju er unnið. Styrkleikar hvers og eins þjónustu-notanda eru efldir úr frá því.

  • Annar þjónustuhlutinn er kallaður Skynjun og virkni.
  • Hinn þjónustuhlutinn er kallaður Tjáskiptaþjálfun.

Skynjun og virkni

hefur sér yfirmarkmið.
Yfirmarkmiðið er að auka hæfni þjónustu-notanda á 4 sviðum.

  • Auka hæfni í grunn-boðskiptum.
  • Auka hæfni í skynjun.
  • Auka hæfni í hugsun.
  • Auka og viðhalda hreyfingu.

Hæfnin er aukin með viðurkenndum þjálfunarleiðum. Starfsfólk nálgast þjónustu-notendur með viðurkenndum aðferðum.

Tjáskiptaþjálfun

hefur annað yfirmarkmið.
Það er að auka hæfni þjónustu-notenda í notkun óhefðbundinna tjáskipta. Notaðar eru 3 leiðir til að efla óhefðbundin tjáskipti:

  • Notuð eru viðeigandi tjáskiptaforrit
  • Notuð eru tjáskiptatæki
  • Notaður er hátækni-búnaður