Virkni
Það er mikilvægt fyrir alla að vera virkir í samfélaginu. Þannig eykst færni einstaklingsins. Virkni hugans er þó mikilvægust. Þegar hugurinn er virkur vex og dafnar persónan.
Hæfingarstöðin leggur mikið upp úr því að efla færni einstaklingsins. Hluti af því er að vera virkur og nota hugann. Unnin eru ýmis verkefni sem reyna á hugann.
Verkefnin sem eru unnin eru til dæmis:
- Verkefni sett upp með aðferðum TEACCH
- Waldon verkefni
- Verkefni í spjaldtölvum
- Tónlistar-upplifun.
TEACCH verkefni
TEACCH er skammstöfun. Skammstöfunin stendur fyrir:
„Treatment and Education of Autistic and related Communications Handicapped Children“
Sjónrænar vísbendingar er eitt aðal atriðið í TEACCH.
Allt sem á að gera er sett upp skipulega. Einstaklingurinn sér hvað hann á að gera. Upphafið er skýrt og endirinn líka.
Yfirfærsla á námi er auðveldari þegar eins skipulag er alstaðar. Endurtekning á því sem þú þekkir skapar öryggis-tilfinningu. TEACCH aðferðin eykur sjálfstæði í verkefna-vinnu.
Verkefnin sem eru unnin eru misjöfn milli einstaklinga. Miðað er við færni hvers og eins. Þegar færnin eykst koma inn öðruvísi verkefni.
Waldon verkefni
Geoffrey Waldon setti fram kenningu. Kenningin byggist á að skilningur kemur út frá hreyfingum. Hreyfing þróar skilning á hvernig hlutirnir virka.
Áhersla er lögð á að einstaklingurinn sé virkur. Hann ætti að framkvæma hreyfingu af innri hvöt. Þannig fær hann innri umbun. Innri umbun er mikilvæg í ferlinu.
Í fyrstu stundunum þarf að kenna einstaklingnum hvað á að gera. Starfsmaðurinn reynir síðan að taka mjög litla athygli.
Notaðar eru ýktar hreyfingar. Þjónustu-notandinn teygir sig fram og aftur. Hann teygir sig til hliðanna. Hann fer með hægri hönd yfir til vinstri. Vinstri höndin fer yfir til hægri.
Verkefnin eru mismunandi. Þau miðast við hvað hver og einn þarf að æfa. Eftir því sem skilningur eykst getur einstaklingurinn gert fleiri tegundir af verkefnum.
Yfirlit yfir gerð verkefna er hér fyrir neðan:
- Að staðsetja hlut. Þú tekur hlut upp og settur niður. Það er líka haldið í hlut og honum svo sleppt.
- Að stafla hlutum. Þá uppgötvar þú eiginleika hluta.
- Að slá í hlut. Þú þarft að geta haldið utan um hlut til að geta slegið í annan hlut.
- Pörun. Þá lærir þú hvað er líkt og hvað er ólíkt með hlutum. Þú getur þá safnað saman eins hlutum.
- Hvað passar saman. Þá finnur þú hvað er líkt með hlutum. Þú finnur líka út hvað er ólíkt.
- Flokkun. Þá ertu að átti þig á hlutir geti verið svipaðir. Það er hægt að skipta svipuðum hlutum í flokka.
- Röðun. Þegar þú raðar ertu kominn með flóknari hugsun. Þú raðar eftir mynstri. Þú getur líka raðað daglegum venjum. Svo getur þú raðað frá litum miðum upp í stóra.
- Að byggja. Þegar þú byggir eflist skilningur á þrívídd. Það eflist líka skilningur á tengslum milli ólíkra hluta.
- Krot og teikning. Fyrst skilur þú rými í tvívídd. Þegar það er komið getur þú farið að læra tákn.
- Kóðun. Þá skilur þú að hlutur eða tákn getur þýtt eitthvað annað. Þetta þróast síðast af því sem er í þessu yfirliti.
Tónlistar-upplifun
Tónlist hefur áhrif á starfsemi heilans. Það upplifa ekki allir tónlist eins. Upplifun þín á tónlist getur farið eftir uppeldi þínu. Hún getur líka farið eftir menningu og hvernig þér líður.
Þegar þú býrð til tónlist ert þú að tjá þig án orða. Þegar þú býrð til tónlist með öðrum tengist þú þeim. Það er jákvætt að skapa fallega hljóma. Falleg tónlist eykur vellíðan fólks.
Hæfingarstöðin býður þjónustu-notendum að upplifa tónlist. Tónlist getur aukið vellíðan. Hún vekur upp tilfinningar og samkennd. Tónlist getur byggt upp lífsgleði hjá einstaklingnum.
Að finna fyrir titring frá tónlist eykur líkamsvitund. Þeir sem heyra ekki njóta tónlistar í gegnum líkamann. Þegar þú skapar tónlist virkjar þú líkamann.
Tónlist hefur margvísleg jákvæð áhrif. Þess vegna er hlustað á tónlist á Hæfingarstöðinni. Þjónustunotendur geta einnig búið til eigin tónlist.