Skynörvun

Skynörvun örvar skynfærin. Taugabrautir í heilanum virkjast við skynörvun. Þannig örvast heila-starfsemin. Líkams-skynjun einstaklingsins eykst með skynörvun.

Fólk vill ræða upplifun sína. Skynörvun ýtir þess vegna undir boðskipti milli fólks. Tengsl milli einstaklinga verða sterkari í skynörvun. Einstaklingurinn getur öðlast meiri vellíðan.

Hvítt herbergi og Svart herbergi

Skynörvun fer fram í sér herbergjum. Þannig fær fólk gott næði.
Í einu herberginu er allt í herberginu hvítt. Hægt er að kveikja á mismunandi lituðum ljósum. Í hvítu umhverfi verður mikil örvun af ljósunum.

Í öðru herbergi er allt svart. Þar er líka kveikt á mismunandi ljósum. Neonlitir verða mjög áberandi í svörtu herbergi. Þarna er stundum notuð heyrnar-áreiti . Heyrnar-áreiti geta verið þrumur eða snark í eldi.

Þjónustu-notendur fá að njóta sín á eigin forsendum. Upplifunin hvetur til boðskipta og eykur þannig tengsl.

Nudd

Nuddið sem er í boði er húðnudd og hlý snerting. Fætur og hendur eru nuddaðar. Þjónustu-notendur fá líka þrýstinudd.

Nudd er eitt form boðskipta. Með snertingu myndast tengsl milli tveggja einstaklinga. Starfsmaðurinn fylgist vel með að þjónustu-notandanum líði vel.

Markmiðið með nuddinu er að efla líkams-skynjun. Boðskipti milli þjónustu-notanda og starfsmanns styrkjast í nuddi.

Lyktar-skynjun

Lykt getur vakið upp minningar. Lykt getur líka veitt slökun.

Á Hæfingar-stöðinni er lykt notuð til að örva virkni heilans.

Starfsmaður og þjónustu-notandi ræða um lyktina sem þeir finna. Þeir ræða um hvað þeir tengja við lyktina.

Sýndar-veruleika gleraugu

Með sýndar-veruleika næst mikil upplifun. Settar eru mismunandi myndir í gleraugun. Það er eins og þú sért á staðnum þegar þú ert með gleraugun. Það getur verið mjög gaman að nota sýndar-veruleika gleraugun.

Að finnast þú vera ofan í sjó eða í frumskógi er mikil upplifun. Fólk vill oftast tala um það við aðra. Starfsfólkið er alltaf tilbúið að eiga samskipti við þjónustu-notandann.