Boðskipti
Boðskipti er flutningur á boðum. Boðin geta verið svipbrigði. Boðin geta verið hreyfing. Boðin geta líka verið hljóð. Einhver þarf að taka á móti boðunum. Boðin geta verið send ómeðvitað.
Tjáskipti er flutningur á skipulögðum boðum. Boðin í tjáskiptum eru gerð viljandi. Þau eru gerð með skipulögðum táknum eða merkjum.
Fólk með fjölþættar fatlanir sýna stundum lítil merki um boðskipti. Móttakandinn á stundum erfitt með að sjá merkin. Móttakandinn þarf að vera næmur á boð einstaklingsins.
Hægt er að efla boðskiptin hjá einstaklingum. Það þarf gott skipulag. Hlutverk starfsmannsins er að finna út hvað boðin tákna. Boðin sjást í líkama og andliti þjónutu-notandans.
Intensive Interaction
Intensive Interaction er nálgunarleið til að þjálfa tjáskipti. Starfsmaðurinn bregst við þeim boðum sem þjónustu-notandinn gefur. Smám saman þjálfast samskipti.
Frumkvæðið er alltaf hjá þjónustu-notandanum. Stundin er þess vegna ekki skipulögð fyrir fram. Starfsmaðurinn þarf að vera næmur á boð þjónustu-notandans.
Mikilvægt er að skapa umhverfi sem hvetur til tjáskipta. Árangur af þessari nálgunarleið getur verið meiri virkni. Árangurinn getur líka verið aukið úthald og áhugi á öðru fólki.
Tengslahringur
Tilgangur Tengslahringsins er að styrkja tengsl fólks. 4 eru saman í tengslahringnum í einu. Stundin tekur 15 mínútur. Það er í lagi að vera aðeins lengur.
Aðstæðurnar tengja þátttakendur saman. Það er auðveldara að mynda augn-samband í tengslahring. Það er auðveldara að eiga samskipti í tengslahringnum.
Áður en stundin byrjar er búið að ákveða hvað á að gera. Í stundinni eru hlutir skoðaðir og snertir. Upplifunin tengir fólkið saman. Ýmsir hlutir eru notaðir í tengslahringnum.
- Það er hægt að nota hljóðgjafa.
- Það er hægt að nota bolta.
- Það er hægt að nota vatnsblöðrur.
- Það er hægt að nota kúluplast.
- Það er hægt að nota spegla.
Tengslahringurinn er notaður til að kanna hluti saman. Í tengslahringnum upplifa þátttakendur saman stundina. Í lokin er rætt um hvað var gert. Rætt er um upplifunina.