Skynjun og virkni
Á Hæfingarstöðinni er þjónustunni skipt í tvo hluta. Tjáskiptaþjálfun er í öðrum hluta Hæfingarstöðvarinnar. Í hinum hluta Hæfingarstöðvarinnar er Skynjun og virkni.
Í Skynjun og virkni er helst unnið með 4 þætti.
- Það er unnið með boðskipti.
- Það er unnið með að þjónustunotandinn sé virknur.
- Það er unnið með heyfigetu.
- Það er unnið með tónlist.
Það er hægt að auka skynjun fólks á marga vegu. Í þessum 4 þáttum er alltaf unnið með skynjun þjónustunotandans.
Virkni fólks getur aukist mikið þegar það fær góðan stuðning. Styrkleikar einstaklingsins séu nýttir. Ánægja skapast af því að geta meira. Þess vegna skapast árangur.