Þroskaþjálfar sinna þroskaþjálfun

Unnið er eftir starfs-kenningu þroskaþjálfa og hugmyndafræði þeirra. Unnið er skipulega eftir fræðilegum aðferðum. Farið er eftir lögum og reglum um þjónustu við fatlað fólk.

Þroskaþjálfar passa uppá réttindi og lífsskilyrði þjónustunotenda. Þroskaþjálfar vinna faglega. Þeir hugsa um að veita gæða þjónustu. Þroskaþjálfar virða sjálfræði hvers þjónutunotanda.

Einstaklingsáætlun

Áætlun er gerð fyrir hvern og einn þjónustunotanda. Í áætluninni kemur fram hvað þjónustunotandinn ætlar að efla hjá sjálfum sér.

Í áætluninni er sagt hvaða leiðir er hægt að fara til að markmiðin náist. Í lok tímabilsins sem áætlunin nær yfir er metið hvort markmiðin náðust.