Tjáskipta-forrit

Communicator er tjáskipta-forrit. Communicator er notaður í tölvu. Forritið breytir texta eða táknum í orð. Þannig er hægt að hlusta á það sem var skrifað.

Fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir er ánægt með forritið. Því finnst gott að geta valið að nota rödd.

Í gegnum Communicator er hægt að senda tölvupóst. Einnig er hægt er að nota forritið á samskiptamiðlum. Það eykur lífsgæðin að geta tjáð sig þannig að aðrir skilji.

Búnaður

Til að stýra tjáskipa-forritum í tölvum þarf stundum sér búnað. Þessi búnaður stýrir bendlinum í tölvunni. Margar gerðir eru til af svona búnaði.

Búnaður til að stýra tjáskipta-forritum í tölvum er til í mörgum gerðum.

  • Hægt er að nota augnstýri-búnað
  • Hægt er að nota rofa
  • Hægt er að nota höfuðstýri-búnað

Augnstýri-búnaður

Augnstýri-búnaður er tæki sem fest er á tölvuskjá. Búnaðurinn skannar hvert augað horfir. Bendill tölvunnar verður virkur í gegnum búnaðinn.

Augnstýri-búnaðurinn gerir bendil tölvunnar virkan. Búnaðurinn færir bendil tölvunnar þangað sem horft er. Þegar horft er lengi á sama stað smellir búnaðurinn á staðinn.

Rofar

Rofar eru tengdir við tölvu. Þegar rofi er tengdur virkar hann eins og venjulegur stýri-búnaður.
Rofar eru til í mörgum gerðum. Fólk velur rofa eftir því hver hreyfi-geta þess er.
Rofi er hafður þar sem manneskjan nær best í hann.

  • Rofi getur veri á borði
  • Rofi getur verið á gólfi
  • Rofi getur verið við fót
  • Rofi getur verið við hné
  • Rofi getur verið við höfuð
  • Rofi getur verið við olnboga

Það er líka hægt að nota rofa til að kveikja á raftækjum. Þá er rofi oftast tengdur við rofabox.

Makey Makey er búnaður sem getur breytt næstum því öllu í rofa. Búnaðurinn er festur við einhvern hlut. Hluturinn virkar þá eins og rofi.

Kaup á rofum og búnaði

TMF Tölvumiðstöð er með upplýsingar um búnað.

Örtækni selur rofa og tölvumýs.

Abilia selur rofa

Enabling devices selur ýmsan búnað.

AbleNet selur rofa.

Inclusive Technology selur rofa og forrit.