Bliss tungumálið
Bliss tungumálið var búið til af Charls Bliss. Bliss er gert úr táknum. Hægt er að segja heilar setningar með Bliss táknum.
Bliss var búið til svo allar þjóðir heimsins gætu talað saman. Esperanto er líka mál sem átti líka að hjálpa þjóðum að tala saman. Bliss er búið til úr táknum en Esperanto er talað mál.
Shirley McNaughton var sérkennari í Kanada. Hún notaði Bliss tákn með börnum sem höfðu CP (Cerebral Palsy). Börnunum gekk vel að læra Bliss. Þau gátu sagt setningar með Bliss.
Bliss táknin eru eins í öllum löndum. Bliss táknin þýða það sama alstaðar í heiminum. Þess vegna er auðvelt að nota Bliss í öðrum löndum.
Þeir sem nota Bliss
Bliss er notað af þeim sem eiga erfitt með að tjá sig með tali. Margir sem nota Bliss hafa hreyfihömlun. Börn og fullorðnir nota Bliss. Það er auðvelt að læra Bliss.
Uppbygging táknanna
Grunnur að öllum táknum eru 120 tákn. Önnur tákn eru sett saman úr þessum 120 táknum. Sum táknin eru einföld. Önnur tákn eru sett saman úr nokkrum táknum.
Táknin skiptast í 4 gerðir.
- Tákn sem líkjast því sem þau standa fyrir.
- Tákn sem hafa huglæga merkingu.
- Tákn sem eru alþjóðleg tákn. Þetta eru til dæmis tölustafir og stærðfræðitákn.
- Tákn sem búin eru til af Charls Bliss.
Bliss töflur
Bliss táknum er raða upp í töflu. Á norðurlöndum hefur stöðluð tafla 500 tákn. Táknunum er raðað eftir orðflokkum. Hver orðflokkur hefur sinn lit.
- Persónur eru bláar
- Smáorð og spurnarorð eru hvít. Tölustafir og bókstafir eru líka hvítir.
- Sagnorð eru rauð.
- Lýsingarorð eru græn.
- Hjálparorð og ýmsir frasar eru grá.
- Nafnorð eru gul.
Það er auðvelt að nota Bliss í tölvu. Það er líka hægt að prenta Bliss töflu út. Þeir sem nota Bliss í tölvu eiga líka útprentaða Bliss töflu.